Eftir að ég flutti inn í íbúðina mína voru nokkrir hlutir sem ég vildi laga og gera upp. Hjúkrunarfræðingurinn í mér forgangsraðaði verkefnunum og eitt af því sem sat á hakanum voru gardínurnar. Inni í einu herberginu voru gardínur sem voru illa farnar og var komið gat á þær. Ég vildi bjarga þeim tímabundið og fjárfesta seinna í nýjum. Ég byrjaði á því að taka gardínurnar niður og þrífa þær með uppþvottalög. Þær voru sólarhring að þorna og notaði ég tímann vel og fór og valdi filmu til að setja neðst á þær. Einnig er hægt að velja efnisbút og líma hann síðan með heitu lími en ég valdi að setja filmu þar sem ég var viss um að gatið myndi sjást í gegnum efnið í sólinni. Útkoman er skemmtileg og get ég farið í næsta verkefni núna sem verður barnaherbergið.
Myndbandið með þessari frábæru lausn getur þú séð HÉR