„Þessi aðför fólks á forritinu að Kristínu Edwald er nýtt low hérna,“ segir Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á Twitter. Vísar hún þar í umræðuna um Kristínu Edwald, formann Landskjörstjórnar, en mikið hefur mætt á henni síðustu daga vegna klúðursins við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Margir hafa sett inn færslur á Twitter þar sem vísað er í að Kristín hafi á tímabili verið í ástarsambandi við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Bætist það ofan á gagnrýni að hún sé virk í Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir að störf hennar í Landskjörstjórn hafi engin áhrif á gengi flokksins í kosningunum.
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hefur nú birt tvær færslur á Mannlíf, eina um að Kristín og Þorsteinn Már séu saman og aðra um að þau séu hætt saman. „Því var haldið fram í Orðrómi Mannlífs að þau væru enn par. Það leiðréttist hér með og er Kristín beðin velvirðingar á þeirri fávisku sem að baki var,“ segir í leiðréttingunni.
Sigrún nokkur svarar Katrínu og segir það fáránlegt að yfirlýstur Sjálfstæðismaður komi nálægt skipulagi kosninga, því svarar Friðjón Friðjónsson, frambjóðandi flokksins: „Þeir sem sitja landskjörstjórn eru alltaf fulltrúar flokkanna. Allir. T.d. var Ástráður Haraldsson sem gegnt hefur ótal trúnaðarstörfum fyrir Vg eitt sinn formaður. Bryndís Hlöðversdóttir fyrrv. þingmaður Samfylkingar sat líka eitt sinn í Landskjörstjórn.“
Katrín segir Sósíalista hafa farið „hamförum í samsæriskenningum“: „Einhverjir sáu að sér og eyddu.“
NEI ÞÚ SKILUR EKKI KATRÍN... SKO FYRRVERANDI SAMBÝLISMAÐUR HENNAR... pic.twitter.com/iHcpfwyCex
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 28, 2021