Nýtt frá Grái kettinum – Kötturinn til þín

Á dögunum kom á markað hið margrómaða veit­inga­húsakaffi Gráa katt­ar­ins. Kaffið inni­held­ur fimm sér­vald­ar teg­und­ir ar­ab­íka bauna sem eru brennd­ar að frönsk­um hætti með dásamlegri útkomu. Nú geta allir fengið ljúf­fenga kaffi Gráa kattarins heim og ekki skemm­ir fyr­ir hvað ilm­ur­inn er lokkandi.

Grái kött­ur­inn er frumlegt og skemmtilegt kaffi­hús á Hverf­is­göt­unni hefur notið mikilla vinsælda í áranna rás. Grái kötturinn hef­ur ekki farið var­hluta af áhrif­um þeirra tak­mark­ana sem við höfum þurft að búa við síðustu mánuði og færri geta notið en ella. Í ljósi þessa var ákveðið að bregðast við ástand­inu með því að koma kaff­inu sem notað er á Gráa kett­in­um í versl­an­ir sem er mikið fagnaðarefni fyrir viðskiptavini en í gegn­um árin hafa viðskipta­vin­ir kaffi­húss­ins oft óskað eft­ir því. Nú má því segja að ef þú kemst ekki á Kött­inn þá kem­ur Kött­ur­inn til þín sem er kærkomið auk þess sem þetta er dýrðleg jólagjöf fyrir kaffiunnendur.

Umbúðirn­ar hafa vakið verðskuldaða at­hygli og gleðja augað. María El­ín­ar­dótt­ir mynd­list­ar­kona vann mynd­irn­ar á kaffi­pok­ana og Arn­dís Lilja Guðmundsdóttir hönnuður sá um upp­setn­ingu og hönn­un.

Fyrst um sinn er ein­göngu um malað kaffi um að ræða, í 400 g pok­um, en fljót­lega verða kaffi­baun­ir einnig í hill­um versl­ana.

Kaffi Gráa kattarins fæst í Heim­kaup, Mela­búðinni og í Hag­kaup Skeifunni, Smáralind, Kringlunni og Garðabæ.