Á dögunum kom á markað hið margrómaða veitingahúsakaffi Gráa kattarins. Kaffið inniheldur fimm sérvaldar tegundir arabíka bauna sem eru brenndar að frönskum hætti með dásamlegri útkomu. Nú geta allir fengið ljúffenga kaffi Gráa kattarins heim og ekki skemmir fyrir hvað ilmurinn er lokkandi.
Grái kötturinn er frumlegt og skemmtilegt kaffihús á Hverfisgötunni hefur notið mikilla vinsælda í áranna rás. Grái kötturinn hefur ekki farið varhluta af áhrifum þeirra takmarkana sem við höfum þurft að búa við síðustu mánuði og færri geta notið en ella. Í ljósi þessa var ákveðið að bregðast við ástandinu með því að koma kaffinu sem notað er á Gráa kettinum í verslanir sem er mikið fagnaðarefni fyrir viðskiptavini en í gegnum árin hafa viðskiptavinir kaffihússins oft óskað eftir því. Nú má því segja að ef þú kemst ekki á Köttinn þá kemur Kötturinn til þín sem er kærkomið auk þess sem þetta er dýrðleg jólagjöf fyrir kaffiunnendur.
Umbúðirnar hafa vakið verðskuldaða athygli og gleðja augað. María Elínardóttir myndlistarkona vann myndirnar á kaffipokana og Arndís Lilja Guðmundsdóttir hönnuður sá um uppsetningu og hönnun.
Fyrst um sinn er eingöngu um malað kaffi um að ræða, í 400 g pokum, en fljótlega verða kaffibaunir einnig í hillum verslana.
Kaffi Gráa kattarins fæst í Heimkaup, Melabúðinni og í Hagkaup Skeifunni, Smáralind, Kringlunni og Garðabæ.