Nýjustu stefnur og straumar í hönnun innréttinga og nýjasta tæknin á smíðaverkstæðinu

Sjöfn Þórðar heimsækir fyrirtækið GKS innréttingar og spjallar við Sif Hermannsdóttur innanhússarkitekt um nýjustu stefnur og strauma í innanhússhönnun þegar kemur að því að hanna eldhús og bað.

Dökkir litir eru að koma sterkir inn og hugsað er fyrir hverju smáatriði þegar kemur að því að hanna draumaeldhúsið.

\"\"

Einnig heimsækir Sjöfn, Einar Finn Brynjólfsson verkstjóra á smíðaverkstæðið hjá GKS sem kemur skemmtilega á óvart. Leyndardómurinn bak við smíðina leynist inná verkstæðinu. 

Missið ekki af þessu áhugaverða innliti til GKS innréttinga í kvöld. Sjón er sögu ríkari.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.