Nýjung í Bónus - Bónussúrdeigs pizzadeig

Spennandi nýjung hefur litið dagsins ljós í verslunum Bónus sem sælkerar og forfallnir pizzuaðdáendur eiga eftir að taka fagnandi. Hér er um að ræða gæða Bónussúrdeigs pizzadeig sem er vegan og er framleidd úr hágæða hveiti frá Ítalíu. Vandað er til verka til að fá sem besta súrdeigið og langur vinnslutími er á deiginu, deigið er látið standa í 48 klukkutíma áður en það fer í búðirnar.

Deigið er gott á grillið og hægt er að fá allt á pizzuna í Bónus og útbúa draumasúrdeigspizzuna eftir sínu höfði á einfaldan og fljótlegan hátt. „Við erum stolt af því að geta bætt í matarflóruna hjá okkur og boðið viðskiptavinum okkar uppá gæða súrdeigspizzadeig sem jafnframt er vegan,“segir Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus.

*Kynning.

M&H Pizza 1.jpg

Hægt er að útbúa sína eigin súrdeigspizzu með öllu sínum uppáhalds kræsingum.