Nýjung: dömulegir mannbroddar

Það er ekki dömulegt að detta á svelli og Þráinn skóari á Njálsgötu sýndi mjög létta og dömulega mannbrodda í Dömuhorninu hjá Sirrý hér á Hringbraut. Þessir nettu mannbroddar eru eins og sandpappír að neðan, skemma ekki gólf og auðvelt að taka þá af og setja þá á skóna.
 
\"Mannbroddarnir fást hjá öllum betri skósmiðum\" sagði Þráinn og bætti við að dömur mega ekki vera með ,,bananahýði\" á hælaskóm þ.e. þegar leðrið er losnað af hælnum og klingir í stálpinnanum í hverju skrefi. \"Það er ekki dömulegt\" segir Þráðinn Jóhannsson skósmiður í þættinum. \"Og það tekur bara nokkrar mínútur að bursta skóna svo vel sé. Bera áburð á og láta standa í 10-15 mínútur meðan eitthvað annað er gert á meðan. Dreift úr áburðinum með bursta. Og svo er gott að bregða hendinni inn í gamlan íþróttaskokk eða ullarsokk og pússa skóna með því.\" 
 
Og að lokum ráð frá meistaranum ,,Konur eiga ekki að vera í of litlum skóm. Margar konur vilja vera ,,petite\" og troða sér í of litla skó. Það skapar vanlíðan og er ekkert dömulegt.\"
 
Sjá má Dömuhornið í heild sinni inni á hringbraut.is