Karen Jónsdóttir sem er að alla jafnan kölluð Kaja og er stofnandi og eigandi Matarbúrs Kaju hefur sent frá sér nýja vöru sem eru falafel-buff með chili brauðraspi þar sem lífrænu hráefnin eru í forgrunni eins og ávallt. Falafel-buffin hjá Kaju hafa löngum þótt mikið lostæti og með nýlegu samstarfi við Brauðhúsið er mögulegt að koma þeim á almennan markað matgæðingum til mikillar ánægju.
Lífrænt vottuð, bráðholl og lostæti
Aðspurð segir Kaja að þetta sé loksins gerlegt þökk sé Brauðhúsinu. „Það sem við gerum er að nýta brauð sem hafa verið tekin úr sölu. Í stað þess að þeim sé hent þá þurrkum við þau og mölum til að nota í brauðraspinn okkar og svo bætum við lífrænum dásamlegum kryddum út í. Hér er verið að sporna við matarsóun og slá þannig tvær flugur í einu höggi,“ segir Kaja. Falafel-buffin eru lífrænt vottuð sem er aðalmerki Kaju að sjálfsögðu og bráðholl, auk þess að vera algjört lostæti á bragðið. Matur og munúð sem fer vel saman.
Girnilegt með brakandi fersku salati, sprettum og spírum sem trylla bragðlaukana.
Hægt er að leika sér með meðlæti og má til að mynda framreiða þau með fersku lífrænt ræktuð salati og spírum og ljúffengri dressingu að eigin vali. Einnig er hægt að framreiða dýrindis vegan borgara með sínu uppáhalds meðlæti þar sem chili bragðið nýtur sín til fulls.
Falafel-buff með chili brauðraspi eru fáanleg í Matarbúri Kaju á Akranesi, Melabúðinni, Nettó og Hagkaup.