Haustið er fullkomið tilefni til að koma sér vel fyrir og láta sér líða vel heima; hressa upp á heimilið eða bæta við hlutum sem auðvelda daglegt líf. Haustið er tíminn sem við erum verjum meiri tíma inni við og viljum hafa notalegt heima og líka vera með skemmtilegar lausnir til einfalda hlutina um leið. Í versluninni IKEA er hugsað fyrir þessu öllu og hönnunin snýst um það. Gaman er að sjá allar nýjungar í hverju horni í versluninni IKEA og eru þær streyma inn stíðum straumum. Hér eru nokkrar línur sem eru væntanlegar í október í verslunina og eiga svo sannarlega eftir að gleðja viðskiptavini.
Hér eru fermetrarnir nýtir á snjallari hátt og hægt að töfra fram það besta því rými sem þig langar til að breyta./Ljósmyndir IKEA
Tilvalið til að nýta fermetrana á snjallari hátt
Heimili af öllum stærðum búa yfir ólíkum áskorunum. Mögulegar vantar hirslupláss eða kannski þarf eitt opið rými að sinna mismunandi hlutverkum. Með SKYTTA línunni getur þú nýtt fermetrana á snjallari hátt og töfrað fram heimaskrifstofu í stofunni eða rúmgott fataherbergi í svefnherberginu.
Notalegur og hlýr sófi með nútímalegum eiginleikum
Við eyðum miklum tíma í sófanum; lesum, slökum á, horfum á sjónvarp og spjöllum. Hann þarf því að vera notalegur og þar sem hann er einnig yfirleitt miðpunktur stofunnar þarf hann að vera fallegur þar að auki. ÄPPLARYD sófinn er þægilegur hvort sem þú liggur eða situr á honum, vel hannaður með einkennandi útlínum og fallegu áklæði. Engar málamiðlanir, einfaldlega sígildur sófi með nútímalegum eiginleikum.
Svo ljúft að hvíla höfuðið á þessum örmum og áklæðið stílhreint og áferðin notaleg./Ljósmyndir IKEA.
Sniðugri húsgögn í Ikea
Þegar kemur að því að innrétta lítil rými er ekki endilega málið að fá sér minni húsgögn, heldur sniðugri húsgögn. IKEA fékk hönnunarnema í lið með sér til að kanna hvernig sveigjanlegra borðstofuborð gæti litið út. Þá kviknaði hugmyndin að grindinni sem nær upp styttri hliðina og yfir borðið. Grindin hjálpar þér að hafa hluti innan handar án þess að þeir séu fyrir þér þegar það er komið að því að skera grænmeti – og gerir HÅVERUD borðið að einstaklega hentugum stað fyrir alls konar verkefni.
Heimaskrifstofa er eitt af þeim rýmum sem hafa fjölgað mikið á heimilum í dag og þá er gaman að geta stillt upp stílhreinum og fjölbreyttum húsgögnum sem gerir lífið einfaldara og skemmtilegra./Ljósmyndir IKEA.
Húsgögn sem aðlagast þér og þínum þörfum
TROTTEN er ný lína af stílhreinum skrifstofuhúsgögnum með fjölbreyttum og nytsamlegum vörum á frábæru verði sem henta einnig á heimskrifstofunni. Í línunni má finna allt frá stillanlegu borði sem gefur betri líkamsstöðu að hirslu á hjólum fyrir hluti sem gott er að hafa innan handar.
Margar skemmtilegar úfærslur eru í boði með TROTTEN línunni./Ljósmyndir IKEA.
Ný uppgötvun – hönnun fyrir notagildið og fagurfræðina
Er STARKVIND borð fyrir kaffibollann eða lofthreinsitæki? Bæði! IKEA vörur eru yfirleitt hannaðar til að fá sem mest úr hverju rými. Ein leið til að gera það er að gefa vöru fleiri en eitt hlutverk, en það þýðir einnig að hún þarf að uppfylla miklar gæðakröfur. Ef það hellist úr bollanum þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að kaffi leki niður í lofthreinsitækið. Vökvinn safnast saman í raufunum undir borðinu og lekur í staðinn á gólfið.
*Kynning.