Sumarið er skollið á og bjartir tímar eru framundan og hefur Café Kaja á Akranesi opnað á ný eftir langa lokun. Þetta eru gleðifréttir fyrir alla sælkera og unnendur lífræna veitinga en Café Kaja er eina lífrænt vottaða kaffihúsið á landinu hefur fengið lof fyrir. Kaffihúsið er þekkt fyrir framúrskarandi sælkerasamlokur og ýmiskonar bakkelsi og kökur sem eru allar lífrænar og einstaklega ljúffengar. Einnig fjölbreytt úrval af heitum og köldum drykkjum sem gleðja bæði hjarta og sál. Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð er konan á bak við Café Kaju og leggur metnað sinn í að koma með nýjungar og gleðja viðskiptavini sína með kræsingum sínum.
Í tilefni opnunarinnar voru tveir nýir drykkir settir á seðil Café Kaju sem lokka bæði auga og munn. Þetta eru tvær nýjar tegundir af frappuccino, annars vegar súkkulaði og hins vegar súkkulaði og heslihnetu.
Opnunartíminn á Café Kaju er frá klukkan 10-16:30 og frá 12-16 um helgar.
*Kynning.