Ný Samfélagsskýrsla Bónus hefur litið dagsins ljós

Á dögunum leit í dagsins ljós Samfélagsskýrsla Bónus fyrir árið 2020 og hægt er að nálgast skýrsluna í rafrænu formi á heimasíðu Bónus Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagsábyrgð í verki hjá Bónusverslununum. Stjórnendur og starfsfólk leggja mikið upp úr samfélagsábyrgðinni og vera góðar fyrirmyndir öðrum til eftirbreytni. Bónus kynnti því skýrsluna með stolti og þakklæti til viðskiptavina sinna.

M&H Baldur Ólafsson - Bónus 04.jpg

Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus fyrir framan eina af nýjustu verslunum Bónus í Skeifunni./Ljósmyndir Valgarður Gíslason.

„Við höfum ætíð reynt að láta gott af okkur leiða, frá því að gefa tæki á Landsspítalann og gefa til Hjálparstarfs kirkjunnar. Við höfum t.a.m aldrei selt tóbak og leggjum við mikla áherslu á að styrkja íþróttafélög og þannig efla lýðheilsu í landinu. Einnig höfum við verið að huga vel að umhverfinu og áhersla sett á umhverfisvænar umbúðir og taka þátt í verkefnum sem stuðla að jákvæðri þróun fyrir umhverfið. Bónus er stoltur samstarfs- og styrktaraðili Veraldarvina og bakhjarl þessa verkefnis, en Veraldarvinir eru sjálboðasamtök sem einbeita sér að nátturuvernd,“segir Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus og er mjög stoltur af metnaði fyrirtækisins þegar kemur að sýna gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgðinni.

Markmiðið að hækka endurvinnsluhlutfallið á þessu ári

Umhverfisstefna Bónus er ofarlega í huga stjórnenda og helstu markmiðin eru skýr. „Markmið okkar er að gera betur í dag en í gær og minnka kolefnisfótspor verslunarinnar. Við höfum verið að bæta okkur á hverju ári og er endurvinnsluhlutfallið komið í um 75%, við viljum ná enn betri árangri og settum okkur markmið að hækka endurvinnsluhlutfallið á þessu ári um 2%.“

Lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi

Frá fyrstu tíð hefur sérstaðan hjá verslunum Bónus verið skýr eins og Baldur kemur inná. „Bónus hefur frá stofnun boðið viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. Bónus hefur skemmri opnunartíma en margir keppinautar og miðar hönnun Bónusverslana að því að halda kostnaði í lágmarki. Innréttingar í verslunum Bónus eru einfaldar og ódýrar en þó alltaf gætt að því að hafa verslanir snyrtilegar og aðgengilegar. Þess vegna getur Bónus boðið viðskiptavinum sínum hagstætt verð.“

M&H Baldur Ólafsson - Bónus 01.jpg

Nýjar sótthreinsistöðvar hafa verið settar upp í nokkrum verslunum Bónus enda sóttvarnir hafa verið stór hluti starfseminnar síðasta árið enda ávallt áhersla lögð á öryggi viðskiptavina og starfsamanna.

Hafa verið að glæða verslanir nýju lífi

Mikið hefur verið um nýjungar hjá Bónus og vel hefur tekist til að endurnýja og bæta aðstöðuna fyrir vöruframboð og viðskiptavini. „Við höfum verið smátt og smátt að glæða verslanir okkar nýju lífi. Höfum tekið eina og eina verslun fyrir og gert endurbætur. Ný lýsing og kælimiðlar sem spara orku ásamt því að sjálfsafgreiðslukössum hefur fjölgað til muna,“ segir Baldur og virkilega ánægður með hversu vel hefur tekist til og viðtökum viðskiptavina við nýjungunum.