Ný sælkerasamloka frá Lemon hefur litið dagsins ljós sem ber heitið Spice Lamb og er hreinn unaður fyrir alla sælkera. Spicy Lamb er dúndurgóð sælkerasamloka sem er ný á matseðlinum og er innblásturinn af þessari nýju samloku er sóttur til Indlands og hún ber þess nokkurn keim. Kryddlegið lambakjöt, kóríandersósa, ferskt rauðkál og pestó er það sem gerir þessa samloku að neglu.
Samlokan minnir óendanlega á kebab, bragðmikil og inniheldur allt sem maður þarf til að seðja hungrið og gleðja braglaukana.
Gott kombó er gulli betra
Á Lemon er vinsælt að fá sér samloku og djús, svokallað kombó. „Spicy Lamb hefur strax slegið í gegn og hefur verið mjög vinsælt að fá sér Presley með henni í kombótilboðinu,“segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri.Það er eitthvað við sterka bragðið af lambinu í bland við sæta bananabragðið af djúsnum sem gerir þetta kombó að hreinum unaði.
Hreinn unaður að njóta þessara og bragðlaukarnir fara á flug./Ljósmyndir aðsendar.
Lemon býður upp á ferskan og safaríkan mat matreiddan á staðnum úr besta mögulega hráefni hverju sinni. Það er mantran hjá Lemon og það er aldri vikið frá henni.
Borðum hollt
Lemon er staðurinn fyrir þá sem eru að huga að heilsunni og vilja holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. „Við erum að verða meira og meira meðvituð um hollt og gott mataræði. Og það skiptir máli á tímum sem þessum. Hollar og góðar samlokur og djúsar sem eru stútfullir af vítamínum eru aðalsmerki Lemon. En það er einnig hægt breyta samlokunni og fá hana í vefju, salati eða í ketóbrauði. Það er einnig hægt að fá dásemdarmorgunmat á Lemon, hafragraut, gríska jógúrt og chiagraut. Svo er engiferskotið algjört dúndur, sterkt og gott. Til að toppa þetta er einnig hægt að fá gæðakaffi og köku á Lemon,“segir Unnur Guðríður að lokum.
*Kynning