Ný eldhúslína hefur litið dagsins ljós hjá IHANNA HOME lífgar uppá eldhúsið með sínum blæbrigðum, áferð og litum. Munstrin fyrir nýju eldhúsvörurnar eru með innblásin í hrjóstrugt landslag Íslands, mela og mosa. Þar er horft á fegurðina í munstrunum sem myndast með steinunun og sandinum á melum og litunum í smágerðum og harðgerðum plöntum þrífast með mosanum.
Vörurnar frá IHANNA HOME eru verðlaunaðar íslenskar hönnunarvörur sem lífga upp á heimilið. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir er hönnuður og framleiðandi þeirra. Hér er um að ræða gæðavörur fyrir heimilið með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi.
Svunta með mynstrinu Melar sem framleidd er úr endingargóðri og þykkri bómull og leðri. Svuntan hentar báðum kynjum./Ljósmyndir aðsendar.
Ofnhanski með mynstrinu Melar sem framleidd er úr endingargóðri og þykkri bómull, einangrað með polywadding og leður lykkju til að hengja upp á. Hanskinn er nettur og má segja að hann sé goggur.
Dúkurinn kemur vel út, má segja að hann sé sannkallaður stemningsdúkur. Hann úr bómul og hör. Hægt er að fá hann í stærð 140 x 240 cm.
Tauservíettur frá IHANNA HOME eru framleiddar úr hör/bómull og koma 2 saman í pakka. 40 x 40 cm. Hægt er að fá þær í eftirfarandi munstri MELAR, MOSI SUMAR OG MOSI HAUST.
Viskustykkin frá IHANNA Home er bæði gagnleg í uppvaskið og til að punta eldhúsið. Þau eru með góðri blöndu af bómul og hör og hægt er að fá þau þremur munstrum, MELAR, MOSI SUMAR OG MOSI HAUST.