Ný afurð sem mun trylla alla sælkera - Kaju rauðkál

Gleðitíðindi fyrir alla sælkera og þá sem vilja lífrænt og hollt sem gleður líkama og sál. Því nú hefur Kaja fengið grænt ljós frá Tún vottunarstofu á nýjustu afurð sína, Kaju rauðkál. Hér er um að ræða lífrænt vottaða vöru, Kaju rauðkál í rauðvínsediki, sem er aðalsmerki Kaju Organic, Matarbúrs Kaju á Akranesi.

Soðið upp úr frönsku rauðvínsediki.

Kaju rauðkál er rauðkál soðið upp úr frönsku rauðvínsediki og reyrsykri með dass af franska sjávarsaltinu frá Guérande. Þessi blanda er himnesk fyrir bragðlaukana og mun trylla alla matgæðinga. Að sögn Karenar Jónsdóttir, sem er betur þekkt sem Kaja, ríkir mikil gleði að geta komið með þessa afurð á markaðinn. „Kaju rauðkál í rauðvínsediki er algjör klassi með hnetusteikinni okkar. Það er á leið yfir flóann í dag, föstudag og mun vera fáanlegt Melabúðinni, Frú Laugu, Matarbúðinni Hafnarfirði til að byrja með.“ Einnig er Kaju rauðkálið fáanlegt í Matarbúri Kaju uppá Akranesi. Rauðkál í rauðvínsediki er algjört sælgæti og passar vel með öllum hátíðarsteikum og upplagt að prófa og njóta um páskahátíðina. Kaja er annáluð fyrir sínar gæða vörur þar allt hráefnið er fyrsta flokks og umhverfisvænar umbúðir eru hafðar í forgrunni.