Marga dreymir um að eignast sitt eigið sumarhús í íslenskri náttúru og vilja upplifa einfaldleikann og geta gert það í sínu. Það þarf ekki að vera flókið að eignast sitt eigið sumarhús og það þarf alls ekki að vera stórt. Í Grímsnesinu á fallegum útsýnisstað er að finna þetta nútímalega, stílhreina smáhýsi í mínimalískum stíl sem fellur afar vel inn í náttúruna á heillandi hátt. Smáhýsið er einingahús sem ber heitið Add a room og er hönnun eftir danska arkitektinn Lars Frank Nielsen sem er einn sá virtasti í Danmörku. Sjöfn Þórðar heimsækir Ylfu Björg Jóhannesdóttur og Dag Snær Elísson í Grímsnesið og fræðist frekar um þessi einingahús, tilurð þeirra, hönnun og efnivið. En þau starfa hjá fjölskyldufyrirtækinu Esjufelli sem er umboðsaðili fyrir smáhýsin Adda a room. Sjöfn fær Ylfu Björg til að ljóstra upp tilurð þess að þau fóru að flytja inn þessi fallegu smáhýsi í mínialískum stíl, kosti þeirra og frá hönnuninni. „Add a room leggur mikla áherslu á að maður upplifi náttúruna þrátt fyrir að vera innandyra,“ nefnir Ylfa Björg og segir jafnframt að þau geri það með því að hafa stóran stofuglugga og þunna lista í gluggum. „Það var draumur pabba okkar heitins að flytja inn þessi smáhýsi en hann ásamt okkur kolféll fyrir þessum stílhreinu smáhýsum sem falla einstaklega vel inn í íslenska náttúru,“ segir Ylfa Björg. Sjálfbæri gróðurinn, mosinn og fjallasýnin gerir upplifunina einstaka og tónir vel við þetta einstaka smáhýsi sem tengir saman náttúruna og híbýlið með himneskri útkomu. Dagur Snær þekkir einingahúsin vel, eiginleika þeirra og samsetningu „Mikið er lagt upp úr að nýta hvern einasta fermetra til fulls, einföldum möguleikum á stækkun og að tengja saman inni- og útisvæði að óskum kaupenda,“ segir Dagur Snær og bætir við að hver og einn geti búið til sitt drauma útisvæði. Til dæmis er hægt að bæta við sauna, stærri palli eða bæta við stærra útieldhúsi. Smáhýsið er viðhaldslítið og einungis er notast við gæða byggingarefni frá Skandinavíu við smíðina. Formin og áferðin í hönnuninni eru