Notagildi, þarfir hvers og eins og fagurfræðin í hönnuninni

Hjarta heimilisins slær iðulega í eldhúsinu og margir eiga sér draum að láta hanna draumaeldhúsið sem er aðsniðið þeirra þörfum. Erna Geir­laug Árna­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt hefur starfað við fagið frá árinu 1999 en á síðasta ári gerðist hún sjálfstætt starfandi undir eigin nafni. Hún hefur hannað fjöldan allan af eldhúsum undanfarið og elskar að hanna. Verkefnin hafa verið stór og smá, allt frá eld­húsum, baðher­bergjum, vali á hús­gögn­um og allt yfir í heild­ar­hönn­un inn­an­húss með góðri útkomu.

Erna Geirlaug 2.jpg

Sjöfn Þórðar hittir Ernu Geirlaugu í einu af eldhúsunum sem hún hefur hannað í samráði við óskir húseigenda með góðri útkomu í þættinum Matur og Heimili í kvöld. „Notagildi, þarfir hvers og eins og auðvitað fagurfræðin,“segir Erna Geirlaug þegar Sjöfn spyr hana hvað hún hefur helst í huga þegar kemur að því að hanna draumaeldhúsið fyrir viðskiptavini sína. Við fáum innsýn í hönnun Ernu Geirlaugar og skemmtilegar lausnir þegar kemur að því að nýta rýmið til fulls og huga að fagurfræðinni um leið.

Áhugaverð heimsókn í hönnunnar eldhúsið eftir Ernu Geirlaugu í þættinum Matur og Heimili klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00 í kvöld.