Nokkur góð ráð við uppþembu

Það getur varla verið viðeigandi að vera staddur í fjölmenni og reka þar svo hraustlega við að allra augu mæni á mann. En uppþemba og vindgangur er vandamál sem hrjáir marga - og freturnar koma á stundum þegar sæist skyldi.

Þá er ráðið þetta, næsta óbrigðult: viðkvæmur magi þarf öðru fremur á trefjum að halda, svo sem bara einum banana eða epli, en þess á milli líður honum betur eftir því sem hann fær meira af möndlum og hnetum sem eru fullar af E-vítamíni og magnesíum. Ófriðlegur magi er líka til friðs ef neytt er ferskra gulróta, engifers og grænkáls og þá er gróft brauð líka þeirra náttúru að róa magann.

Loks er upplagt að byrja daginn á hafragraut eða AB-mjólk en hvorutveggja er gott ráð við ónotuð í maganum.