Þann 31. desember lýstist næturhimininn upp yfir drjúgum hluta jarðar með tilkomumiklum flugeldasýningum. Bannað er að sprengja flugelda eftir þrettándann en margir Íslendingar virðast hunsa þessa reglu og má jafnvel enn heyra einstaka flugeld skotið á loft út mánuðinn.
Rakettan er meira en 1000 ára gömul en það var fyrst fyrir 200 árum sem hugkvæmnir Ítalir bættu málmsöltum við púðrið og gáfu þar með eldflaugunum liti.
7000 rakettur fóru af slysni á loft á sama tíma þegar haldið var upp á bandaríska þjóðhátíðardaginn í San Diego árið 2012. Fyrirhuguð 17 mínútna löng flugeldasýning endaði því með einum risahvelli og var yfirstaðin á innan við mínútu.
13,4 kg vóg stærsta raketta heims. Þessu trölli var skotið á loft í Portúgal árið 2010.
122 cm mælist hið japanska Yonshakudama – skotverk í þvermál. Kveikt er á því árlega við mikil hátíðarhöld þar sem gripurinn nær meira en 800 metra á hæð áður en hann springur.
800 manns fórust í versta flugeldaslysi sögunnar sem átti sér stað í París þegar brúðkaup Loðvíks 16. og Marie Antoinette var fagnað þann 16. maí 1770.
2.363.000.000 krónur fuðruðu upp á þjóðhátíðardegi Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Abu Dhabi þann 2. desember 2009. Þetta er dýrasta flugeldasýning heims.
Framleiðendur geta látið litlu kúlurnar sem veita rakettum lit springa út í tilteknu mynstri. Þær eru einfaldlega límdar við mislöng pappaspjald sem er komið fyrir í rakettunni og þannig er hægt að skrifa t.d. töluna 2014.
77.282 rakettum var skotið á loft þegar heimsins stærsta flugeldasýning átti sér stað í Kuwait þann 10. nóvember 2012. Þar var haldið upp á 50 ára afmæli sjálfstæðis landsins.
300 tæknimenn stýrðu athöfninni.
3 flugélar skutu flugeldum í háloftunum.
2 milljónir manna horfðu á sýninguna.
64 mínútur varði fýrverkið
1.620 milljón krónur kostaði dýrðin.
60 kg er þyngdin á heimsins stærstu súkkulaðirakettu. 3 x 1,5 metra mældist rakettan sem sprakk á kvöldi nýárs árið 2002 og dreifði súkkulaðibitum yfir Zürich í Sviss.
32 metrar í þvermál mældist stærsta flugeldasól heims til þessa. Kveikt var í risanum í Mqabba á Möltu árið 2011.
Rakettur hafa lýst upp næturhimininn í 800 ár.
200 f.Kr.
Kínverjar uppgötva að loftþétt rör bambusins springa ef að stilkunum er kastað á bál. Fyrsta púðurkerlingin er mætt. Um árið 1000 blanda Kínverjar saman fyrsta púðrinu.
Ca. árið 1200: Með því að fylla papparör með púðri og pappírsstrimlum skapa Kínverjar rakettuna. 1830+: Fyrsta marglita rakettan með er framleidd á Ítalíu.
2004:
Disneyland í Kaliforníu notar þrýstiloft í staðinn fyrir púður til að skjóta upp rakettum.
5 málmsölt lita næturhimininn
Rakettur fá liti sína úr litlum kúlum sem eru þaktar mismunandi málmsöltum – svonefndum stjörnum. Atómin í málmsöltunum draga í sig orkuna frá sprenginunni og það losnar um umframorku í formi ljóss á mismunandi bylgjulengdum, t.d. skapa koparsölt stuttar bylgjulengdir sem lita himininn bláan meðan strontíumsölt skapa lengri bylgjulengdir sem við sjáum sem rauða neista og sprengingar á himni.
Strontíum
Litur: Rauður
Bylgjulengd ljóssins í nm (nanómetrar): 652
Kalk
Litur: Appelsínugulur
Bylgjulengd ljóssins í nm (nanómetrar): 628
Natríum
Litur: Gulur
Bylgjulengd ljóssins í nm (nanómetrar): 610 – 621
Baríum
Litur: Grænn
Bylgjulengd ljóssins í nm (nanómetrar): 589
Kopar
Litur: Blár
Bylgjulengd ljóssins í nm (nanómetrar): 505 – 535
Blanda úr strontíum og kopar
Litur: Fjólublár
Bylgjulengd ljóssins í nm (nanómetrar): 420 – 460
Þessa umfjöllun má finna í Lifandi vísindum.