Múmínaðdáendur geta farið að hlakka til því þann 4. mars næstkomandi kemur á markað ný lína af Múmínborðbúnaði frá Arabia sem myndskreyttur er með sögunni um ósýnilega barnið Ninny annars vegar og Múmínsnáðanum hins vegar.
Sögur Múmínfjölskyldunnar um mikilvægi umhyggjunnar
Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið 2019 mun renna til Barnaheilla á Íslandi, sem er afar viðeigandi í anda sögunnar en sögur Múmínfjölskyldunnar eru um mikilvægu umhyggjunnar.
Í sögu Tove Jansson um ósýnilega barnið fær Múmínfjölskyldan gest í heimsókn, hana Ninny litlu. Ninny varð ósýnileg þar sem hún var svo hrædd við fyrrum umsjónaraðila sinn sem kom mjög illa fram við hana. Hún þorir ekki að tala, leika sér eða hlæja. Einu hljóðin sem koma frá henni eru í bjöllu á hálsinum á henni.
Múmínfjölskyldan býður stúlkunni inn á heimilið sitt og hugsar vel um hana þannig að Ninny fer smám saman að fá sjálfstraustið til baka og verða meira og meira sýnileg. Fljótlega sjá þau litlar tær birtast í stiganum og svo í kjölfarið fótleggina. Dagarnir líða og enn eru þau ekki farin að sjá andlit hennar.
Múmínsnáðinn forvitni og hugulsami reynir allt sem hann getur til að hjálpa Ninny. Hann hvetur hana áfram og reynir að kenna henni alla leiki sem hann kann. Smám saman fer litla andlitið hennar að birtast þegar hún fær hugrekki til að tjá tilfinningar sínar.