Netverjar rífa í sig ástarleiðarvísi Elínrósar: „Virka sem heilræði frá amerískum sértrúarsöfnuði"

Heilræði sem að ráðgjafinn Elínrós Líndal veitti í ráðvilltum lesenda Smartlands á dögunum hafa vakið nokkra athygli. Elínrós hefur um nokkurt skeið svarað spurningum lesenda á miðlinum.Í vikunni birtist svar við bréfi konu sem að hafði verið meira og minna ein í 9 ár og vildi meina að reynsla hennar af nokkrum samböndum væri sú að eftir þrjá mánuði þekkti hún ekki manninn. Þá yrði hún ástfangnari en þeir fjarlægðust hana.

Ekki stóð á svari hjá Elínrós sem að ráðlagði konunni að fara á allt að fimmtán stefnumót með aðila sem að hún væri að spá í að fara í samband með. Með svarinu lét hún fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

Stefnu­mót 1-4 (4 vik­ur)

  • Tala sam­an í síma 2 x í viku
  • Ekki tala um fyrri sam­bönd
  • Knúsa eða kyssa á kinn
  • Ekki hafa stefnu­mót­in of stór­tæk
  • Tala um áhuga­mál, gildi og fleira.

Stefnu­mót 5 - 8 (4 vik­ur)

  • Fransk­ir koss­ar
  • Tala í síma 4-5 sinn­um í viku í mesta lagi
  • Heim­sækja hvort annað
  • Fara á stefnu­mót sem mega kosta aðeins meira
  • Tala um per­sónu­leika og reynslu (inn­an heil­brigðra marka)

Stefnu­mót 9 - 15 (4 vik­ur)

  • Hætta að hitta annað fólk sem gæti verið aðilar sem þig lang­ar í sam­band með
  • Ræða (inn­an heil­brigðra marka) reynslu ykk­ar
  • Semja um sam­band
  • Æfa ykk­ur í nánd
  • Gista hjá hvort öðru (ætti að vera jafnt)
  • Fara í stutt ferðalög sam­an
  • Stunda kyn­líf

Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir vakti athygli á þessum ráðum Elínrósar á Twitter og þótti þau greinilega frekar hægfara:

„LOL! Eyða heilum mánuði í þetta? Ég fer létt með að rusla þessu öllu af á einu kvöldi á Kaffibarnum. Meira að segja þó það loki klukkan ellefu“

Færsla Kamillu vakti mikla kátínu og í kjölfarið ruddust grínverjar fram og tættu í sig pistillinn.

Bestu færslurnar voru neðangreindar:

„Bíða í 4. Vikur með að stunda kynlíf? Hvaða 16. aldar munkur skrifaði þetta?“

„Sammála öllu nema að tala í síma, það ætti að vera í fyrsta lagi eftir sex mánuði“

„Þessi samningur sem mælt er með á ca. viku 9-15, veistu hvort það þarf að þinglýsa hopnum eða er nóg að skrifa undir í votta viðurvist?“

„Full frjálslynt fyrir minn smekk. Ég er ekki búinn að kynna mig með nafni á 13. viku“

„Skooo...frumburðurinn okkar fæddist á 9 mánaða sambandsafmælinu okkar. Mér til afsökunar hafði ég ekki séð þessar reglur fyrr en nú.“

„Virka sem heilræði frá amerískum sértrúarsöfnuði“