Náttfari
Mánudagur 3. júlí 2023
Náttfari

Tækifærissinnarnir stökkva til og reyna að fá skammtímaathygli

Nokkrir tækifærissinnar hafa reynt að vekja á sér athygli með vanhugsuðum yfirlýsingum vegna klúðursmála hjá Íslandsbanka. Þeir eiga það allir sammerkt að innihald yfirlýsinga þeirra er lítils virði og þeir hafa ekki gert annað með þessu en að afhjúpa sig sem ómerkilega tækifærissinna. Ætla má að flestir sjái í gegnum framgöngu þeirra og annað hvort vorkenni þeim eða fyrirlíti uppátækin.

Fimmtudagur 29. júní 2023
Náttfari

Hollywood-kóngurinn er látinn

Ólafur Laufdal setti mikinn og góðan svip á skemmtanalíf Íslendinga í síðustu öld. Hann er nú látinn, 78 ára að aldri. Útförin verður frá Hallgrímskirkju kl 15 á morgun, föstudag.

Þriðjudagur 27. júní 2023
Náttfari

Kristrún styrkir enn stöðu sína í undanhaldi stjórnarflokkanna

Í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2 heldur forskot Samfylkingarinnar áfram að aukast á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem er kominn niður í 18.5 prósent fylgi og fengi 12 þingmenn kjörna samkvæmt þessari könnun en nýtur nú stuðnings 17 þingmanna. Samfylkingin fengi 27.2 prósenta fylgi og 17 þingmenn kjörna ef úrslit kosninga yrðu í samræmi við þessa könnun.