Morgunblaðið er ríkisrekið - fékk 9,5 milljarða króna niðurfellda hjá ríkisbanka. Verður framhald?
Morgunblaðið er ríkisrekið eins og RÚV. Þannig eru tveir stærstu fjölmiðlar landsins í raun og veru ríkisreknir þótt með mismunandi hætti sé. RÚV fær marga milljarða á ári hverju af fjárlögum og aukafjárlögum eins og kunnugt er. Hitt er ekki eins opinbert að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, er ríkisrekið með þeim hætti að útgáfan hefur fengið níu og hálfan milljarð - níuþúsundogfimmhundruð milljónir króna - niðurfelldar af skuldum sínum í ríkisbanka, reiknað til núverandi verðlags.
Tækifærissinnarnir stökkva til og reyna að fá skammtímaathygli
Nokkrir tækifærissinnar hafa reynt að vekja á sér athygli með vanhugsuðum yfirlýsingum vegna klúðursmála hjá Íslandsbanka. Þeir eiga það allir sammerkt að innihald yfirlýsinga þeirra er lítils virði og þeir hafa ekki gert annað með þessu en að afhjúpa sig sem ómerkilega tækifærissinna. Ætla má að flestir sjái í gegnum framgöngu þeirra og annað hvort vorkenni þeim eða fyrirlíti uppátækin.
Hollywood-kóngurinn er látinn
Ólafur Laufdal setti mikinn og góðan svip á skemmtanalíf Íslendinga í síðustu öld. Hann er nú látinn, 78 ára að aldri. Útförin verður frá Hallgrímskirkju kl 15 á morgun, föstudag.