Föstudagur 28. júlí 2023
Sunnudagur 23. júlí 2023
Föstudagur 7. júlí 2023
Náttfari

Morgunblaðið er ríkisrekið - fékk 9,5 milljarða króna niðurfellda hjá ríkisbanka. Verður framhald?

Morgunblaðið er ríkisrekið eins og RÚV. Þannig eru tveir stærstu fjölmiðlar landsins í raun og veru ríkisreknir þótt með mismunandi hætti sé. RÚV fær marga milljarða á ári hverju af fjárlögum og aukafjárlögum eins og kunnugt er. Hitt er ekki eins opinbert að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, er ríkisrekið með þeim hætti að útgáfan hefur fengið níu og hálfan milljarð - níuþúsundogfimmhundruð milljónir króna - niðurfelldar af skuldum sínum í ríkisbanka, reiknað til núverandi verðlags.