Miðvikudagur 12. júní 2019
Náttfari

Halldór blöndal snuprar davíð en mun ofbeldið sigra?

Þegar þetta er skrifað má sjá á vef Alþingis (síðdegis 12. Júní 2019) að 22. mál á dagskrá þingfundar er hinn svokallaði þriðji orkupakki. Þetta er framhald síðari umræðu. Á mælendaskrá eru sjö þingmenn, allir úr Miðflokknum. Fyrstur á mælendaskrá er Karl Gauti Hjaltason með sína 36. ræðu um málið, næstur Bergþór Ólason, 35. ræða, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 45. ræða, Sigurður Páll Jónsson (varaþingm.) 8. ræða, Gunnar Bragi Sveinsson, 23. ræða, Birgir Þórarinsson, 39. ræða og loks Ólafur Ísleifsson með sína 27. ræðu um málið.
Föstudagur 17. maí 2019