Náttfari
Mánudagur 2. september 2019
Föstudagur 16. ágúst 2019
Náttfari

Því verður katrín jakobsdóttir ekki formaður sjálfstæðisflokksins?

Áfram velta fjölmiðlar fyrir sér stöðu forystumála í Sjálfstæðisflokknum. Núna síðast Pressan.is. Þar koma fram vangaveltur um að Bjarni Benediktsson muni ekki láta af formennsku í haust en miklu frekar á landsfundi á næst ári. Tíminn er fljótur að líða og því halda bollaleggingar áfram um næsta formann. Bent er á núverandi varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem margir líta á sem „björtustu vonina“ í flokknum. Aðrir telja að valdataka hennar sé samt engan vegin tímabær en raunhæf eftir 5 til 10 ár.