Náttfari
Miðvikudagur 25. september 2019
Náttfari

Áslaug arna er að falla á fyrsta prófinu

Nýr dómsmálaráðherra virðist ætla að gera alvarleg byrjendamistök þegar hún gengur ekki hreint til verks gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra sem er rúinn trausti og alls óhæfur til að gegna þessu mikilvæga embætti. Mikil ólga er innan lögreglunnar í landinu. Átta af níu lögreglustjórum hafa lýst yfir vantrausti og ríkisendurskoðun er að hefja rannsókn á embætti ríkislögreglustjóra. Eðlilegt hefði verið að Haraldur stigi til hliðar á meðan rannsóknin fer fram. Nærvera hans mun trufla verkið og gera það ótrúverðugra.
Laugardagur 7. september 2019
Miðvikudagur 4. september 2019
Náttfari

Áslaug arna eða eiginmaður dómarans

Gengið var út frá því að Bjarni Benediktsson væri löngu búinn að ákveða að skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra strax eftir að orkupakkamálið væri frá í þinginu.