Náttfari
Mánudagur 3. febrúar 2020
Sunnudagur 19. janúar 2020
Náttfari

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hverfur hratt: katrín er rúin trausti og ætti að hætta

Stjórnarflokkarnir hafa tapað ellefu þingsætum frá síðustu kosningum ef marka má nýja skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir nú um helgina og gerð er dagana 10. till 15. janúar. Í upphafi kjörtímabilsins fyrir rúmum tveimur árum höfðu stjórnarflokkarnir 35 þingmenn á bak við sig en einungis 24 þingmenn núna. Stjórnin er því kolfallin samkvæmt þessu eins og reyndar allt síðast liðið ár en sennilega hefur útlitið aldrei verið eins svart og núna.

Þriðjudagur 31. desember 2019
Mánudagur 23. desember 2019
Náttfari

Kristján þór og ásmundur undirstrika spillinguna í sjálfstæðisflokknum

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra virðist ætla að þrásast við og sitja sem fastast í ráðherraembætti. Tengsl hans við Samherja og forystumenn fyrirtækisins gera það að verkum að hann er ótrúverðugur sem ráðherra sjávarútvegsmála og ætti að sjá sóma sinn í að víkja sem fyrst. Hefði raunar átt að stíga til hliðar strax og málið kom upp. Með þessu er ekki verið að taka afstöðu til Samherjamálsins en ráðherra hefði átt að draga sig út úr sviðsljósinu á meðan rannsókn stendur yfir. Það er einnig athyglisvert að formaður Sjálfstæðisflokksins annars vegar og forsætisráðherra hins vegar skuli ekki hafa gripið í taumana og knúið Kristján Þór til afsagnar.