Náttfari
Þriðjudagur 23. júní 2015
Náttfari
Öfgahægri frálshyggjublaðra
Loksins þegar allur þingheimur var tilbúinn í að vera sammála um eitthvað, þá þurfti lítill varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins að rjúfa þá samstöðu. Þingið ákvað að stofna sjóð til að taka eina táknræna jákvæða ákvörðun í tilefni af hátíðisdegi kvenna þann 19. júní. En Sigríður Andersen, sem situr nú inni sem varaþingmaður, þurfti að rjúfa samstöðuna og kjósa ein á móti.
Miðvikudagur 17. júní 2015
Náttfari
Bitlaus samviska þjóðar
DV var lengi vel samviska þjóðarinnar og refsivöndur sem margir kveinkuðu sér undan.
Mánudagur 15. júní 2015
Náttfari
Fíflinu att á foraðið
Þegar Framsóknarmönnum líður illa vegna málefna sem eru að sliga ríkisstjórnina og vegna neikvæðrar umræðu um forystu flokksins, þá er gjarnan gripið til þess ráðs að reyna breyta umræðunni. Þá þarf að etja einhverjum á foraðið.
Föstudagur 5. júní 2015
Náttfari
Fæðist mús?
Frétt dagsins í dag er ekki að það eigi loks að taka skref til afnáms gjaldeyrishafta heldur hitt að staðreyndum málsins hafi verið lekið í DV áður en fjármálaráðherra tókst að kynna málið formlega á ríkisstjórnarfundi. Sú framvinda er stórfrétt. Flott hjá DV að “skúbba” með þessum hætti en alls ekki flott hjá framsóknarmönnum að hafa leyft sér að leka þessum ofurviðkvæmu upplýsingum til málgagnsins sem í þessari viku var fullyrt að sé í þeirra eigu.
Þriðjudagur 2. júní 2015
Náttfari
Feigðarflan höskuldar
Framsóknarmenn eru alveg að losna á límingunum vegna hræðilegrar útreiðar í skoðanakönnunum. Mælast með 8-9% og 5 þingmenn. Því er reynt að brydda upp á einhverju - bara einhverju - til að freista þess að sprengja upp kyrrstöðuna.