Náttfari
Þriðjudagur 14. júlí 2015
Náttfari
Er allt í frosti hjá þér, frosti?
Frosti Sigurjónsson alþingismaður Framsóknar er hagfræðimenntaður en virðist samt ekki skilja einföld lögmál rekstrarhagfræði.
Laugardagur 11. júlí 2015
Náttfari
Grikklandsfárið og morgunblðið
Það hefur verið fróðlegt að skoða íslenska fjölmiðla undanfarna daga þegar kemur að þeim fjármálaerfiðleikum sem hafa verið í Grikklandi og þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi.
Þriðjudagur 7. júlí 2015
Náttfari
Elín vill siða þingið með þögn
Alþingismaðurinn Elín Hirt talaði skemmstan tíma allra þingmanna á því þingi sem lauk í síðustu viku eftir 10 mánaða törn. Allan þennan tíma lét hún nægja að tala í 111 mínútur úr ræðustól Alþingis. Þingmaðurinn hefur greinilega ekki mikið til málanna að leggja. Steingrímur J. hafði mest að segja, talaði í 2.419 mínútur alls eða 22 sinnum lengur en Elín
Laugardagur 4. júlí 2015
Náttfari
Ímyndarkrísa
Ásjóna beggja stjórnarflokkanna er mjög löskuð um þessar mundir. Flokkarnir eru í viðvarandi ímyndarkrísu.
Föstudagur 3. júlí 2015
Náttfari
Hvernig velja á smjaðrara
Þau eru vensluð í smjaðrinu, hún Vigdís Hauksdóttir þingkona, og hann Guðni Ágústsson fyrrverandi þingmaður. Náttfari vill ekki láta hjá líða að minnast á eitt mikilvægt atriði varðandi stjórn íslenska ríkisins, sem valdið hefur mörgum mistökum forsætisráðherra á lýðveldistímanum, ef eitthvað hefur skort á um hyggindi þeirra eða þeir verið óheppnir í vali stimamjúkra samstarfsmanna. Þar á ég við smjaðrara sem eru eins og mý á mykjuskán við öll ráðuneyti.
Fimmtudagur 25. júní 2015
Náttfari
Framsókn fríkar út
Innsta forysta Framsóknar er algerlega að fara á taugum. Niðurstöður fyrstu skoðanakannana eftir útspilið varðandi slitabúin valda þvílíkum vonbrigðum. Forysta framsóknar var sannfærð um að fylgið kæmi hratt til baka strax eftir skrautsýninguna þann 8. mai en raunin er aldeilis önnur.