Náttfari
Mánudagur 22. febrúar 2016
Náttfari
Bjarni vill elínu hirst út
Náttfari telur sig hafa traustar heimildir fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi ætli ekki að hafa prófkjör fyrir komandi kosningar. Ætlunin er að stilla upp lista í kjördæmi formannsins.
Sunnudagur 21. febrúar 2016
Náttfari
Vont að missa katrínu júl
Það hefði verið miklu betra að margir aðrir þingmenn en Katrín Júl hefðu tilkynnt að þeir væru að hætta.
Laugardagur 13. febrúar 2016
Náttfari
Fyrsta konan og síðasti formaðurinn
Viðskiptaráð Íslands tilkynnti að fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins (sem hét áður Verslunarráð Íslands) hefði verið kosin. Um er að ræða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem er einn af eigendum Já.is.
Miðvikudagur 10. febrúar 2016
Náttfari
Tími andrésar
Andrés Magnússon, sem birtir stundum ólundarleg skrif um fjölmiðla í Viðskiptablaðinu, virðist ekki kunna á klukku. Hann veit alla vega ekki hvað tímanum líður.
Fimmtudagur 4. febrúar 2016
Náttfari
Snýr þórunn aftur ?
Allt stefnir í að Samfylkingin haldi aukalandsfund í lok mai og kjósi um forystu í opinni kosningu fyrir fundinn. Annað hvort sækir Árni Páll endurnýjað umboð eða þá fær Samfylkingin nýjan formann.
Föstudagur 22. janúar 2016
Náttfari
19,5% flokkur. telst það gott?
Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins er nú algjör. Skv. nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 12. til 20. janúar er fylgi flokksins komið niður í 19.5%. Þetta er það svartasta sem flokkurinn hefur séð. Í könnun frá desember var fylgi flokksins komið niður í 20.6% og þótti mörgum nóg um.