Náttfari
Miðvikudagur 4. maí 2016
Náttfari

Bjarni þorir ekki í prófkjör

Deilur eru risnar milli sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi um það hvernig staðið verður að vali frambjóðenda flokksins á lista hans í komandi kosningum. Almenn krafa er um það í flokksfélögunum að fram fari hefðbundið prófkjör en forystan vill umfram allt losna við það.
Mánudagur 2. maí 2016
Náttfari

Guðni th. og ólafur ragnar – einvígi aldarinnar

Dr. Guðni Th. Jóhannesson, prófessor, mun tilkynna um forsetaframboð sitt á fundi sem haldinn verður nk. fimmtudag í Salnum, Kópavogi. Búist er við fjölmenni.
Sunnudagur 24. apríl 2016
Náttfari

Björk á tortóla?

Björk Guðmundsdóttir söngkona er sögð fremst meðal Íslenskra jafningja þegar kemur að eignum á Tortóla.
Laugardagur 16. apríl 2016
Náttfari

Ólafur ragnar lýsir frati á stjórnmálaflokkana

Ákvörðun Ólafs Ragnars frá í gær sýnir að hann hefur afar lítið álit á núverandi stjórnmálaflokkum. Fáum dylst að hann treystir þingheimi ekki. Honum líst ekkert á blikuna og hann þorir ekki að sleppa hendinni af íslenskum stjórnmálamönnum sem hann virðist telja hálfgerða óvita.
Laugardagur 9. apríl 2016
Náttfari

Hvaða valdabarátta, sigmundur?

Enn gerir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, háttvirtur þingmaður, sig að athlægi. Nú síðast með því að benda fingri á samstarfsflokkinn og tala um “valdabaráttu” í Sjálfstæðisflokknum og að hann hafi verið að reyna að “hjálpa” Bjarna Benediktssyni með vanhugsaðri kröfu sinni um þingrof sem forsetinn gerði hann afturreka með og niðurlægði með hætti sem óþekktur er í sögu lýðveldisins fram að þessu.
Fimmtudagur 7. apríl 2016
Náttfari

Týnda “forystan”

Í umróti undanfarinna daga hefur það vakið athygli hversu týnd svokölluð forysta Sjálfstæðisflokksins hefur verið. Á sama tíma og þjóðin hefur staðið á öndinni út af atburðum sem tengjast háttsemi fráfarandi forsætisráðherra og formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins hafa þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verið nánast týndir.