Náttfari
Þriðjudagur 31. maí 2016
Náttfari

Dýr mundi illugi allur

Fjármálaráðherra ætlar að reyna að rétta félaga sínum Illuga Gunnarssyni hjálparhönd þegar prófkjör nálgast. Illugi er kominn fram með tillögur um að leggja námsmönnum til styrki upp á 3 milljarða króna á ári. Hann vill breyta námslánakerfinu og rétta námsmönnum styrki sem nema þessari fjárhæð.
Sunnudagur 22. maí 2016
Náttfari

Andstæðingar framsóknar fagna endurkomu sigmundar

Allir þeir sem styðja Framsóknarflokkinn ekki fagna nú ákaft þeirri frétt að Sigmundur Davið Gunnlaugsson snúi nú aftur í stjórnmálin eftir 7 vikna endurhæfingu erlendis.
Laugardagur 14. maí 2016
Náttfari

Segir bjarni af sér?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hlýtur að velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort hann getur boðið flokknum og kjósendum almennt upp á það að ganga til kosninga í október sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.
Miðvikudagur 11. maí 2016
Náttfari

Verður alþýðuflokkurinn endurreistur?

Hægri kratar eru mjög óhressir með þróun mála innan Samfylkingar. Það þarf varla að koma nokkrum á óvart. Staða flokksins er afleit og litlar batahorfur. Átök milli hægri og vinstri innan flokksins eru að stórskaða hann. Í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur fór Samfylkingin hraðferð til vinstri og er nú að bíta úr nálinni með það.
Laugardagur 7. maí 2016
Náttfari

Reynt við þorgerði katrínu

Sjálfstæðisflokkurinn ýtti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanni flokksins og ráðherra, út úr forystusveit sinni vegna mála sem snéru að niðurfellingu skulda þeirra hjóna upp á 1,700 milljónir króna en Kristján Arason var einn af yfirmönnum Kaupþings.
Föstudagur 6. maí 2016