Næst sendum við pál óskar í eurovision


Allar Norðurlandaþjóðirnar - nema Ísland - verða með í úrslitum á laugardag. Fjórða árið í röð kemst Ísland ekki áfram í úrslit Eurovision.

Núverandi fyrirkomulag við val á keppendum Íslands er fullreynt.

Næst þarf að handvelja keppanda sem er líklegur til að ráða við verkefnið og koma Íslandi á úrslitakvöldið - og alla leið á toppinn.

Páll Óskar Hjálmtýsson er sá sem getur haldið uppi heiðri Íslands í þessari keppni.

Hvílum næst það fyrirkomulag sem er ekki að virka. RÚV á að ráða Pál Óskar strax í verkefnið og láta hann hafa næga fjármuni og tíma til að gera það sem þarf.

Páll Óskar getur farið með okkur ALLA LEIÐ 2019.

Rtá.