Söng- og leikkonan bráðskemmtilega Salka Sól Eyfeld ákvað að vera með hispurslaust þema þegar hún bakaði köku fyrir veislu til að fagna ófæddu barni.
„Ég er svo ánægð með þessa babyshower köku sem ég bakaði,“ segir hún á Twitter og birtir mynd:
Ég er svo ánægð með þessa babyshower köku sem ég bakaði pic.twitter.com/UZUyUNgelN
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 19, 2021
Áhrifavaldurinn Edda Falak segir að hún sé miður sín: „Hvað er þetta svarta þarna? kúkur?“ Því svarar Salka játandi.
Sálfræðingurinn Hulda Tölgyes segir: „Gott tækifæri til að minna á að það er no shame að kúka þegar við fæðum börn. Það er ekki hægt að remba út úr einu gati en halda inni í hinu. Sorrí. Þið fæddust flest með smá kúk í kring.“
Sigrún nokkur segir: „Ég er hætt við að fæða barnið mitt.“