Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birtir skondna færslu á Facebook-síðu sína í dag. Þar segir hann að Einelti þrífst í stjórnarráðinu.
„Einelti og ofbeldi þrífst í stjórnarráðinu eins og víða annars staðar. Mér þvert um geð, eins og sjá má á andlitinu, var ég klæddur í jólaföt og vafinn í jólaseríu á skreytingadegi í ráðuneytinu.“ skrifar Brynjar og vísar til myndar sem hann birtir með færslunni.
„Mér leið þarna eins og Birni Leví og konum í Íran líður alla daga.“ bætir hann við.
Brynjar endar síðan færslu sína á þessum orðum: „En ég og seðlabankastjóri erum sammála um að einn Grinch sé nauðsynlegur á hverju heimili svo gætt sé hófs í neyslunni og menn fari ekki framúr sér í gleðinni.“
