Myglan virkaði eins og draugagangur

Á tímabili gat ég ekki betur greint sem svo en að það væru reimleikar á heimilinu, svo annarlegt sem ástandið verkaði þar á mig, segir Steinn Kárason, rithöfundur um umhverfishagfræðingur um reynslu sína af sambýlinu við myglusvepp.

Hann er gestur Sigmundar Ernis í nýjasta þætti Heimilisins á Hringbraut í kvöld og fer þar gjörla yfir langvarandi reynslu fjölskyldu hans af því að lifa með myglusvepp í híbýlum sínum, en heilaþoka er það nafn sem kemst kannski næst hans upplifun af því að umgangast þennan óæskilega nágranna, öll verkgleði hafi horfið honum og einbeiting til vinnu, svo löngu árabili skipti.

Steinn hefur nú gefið út athyglisverða bók um reynslu hans og annarra af því að lifa í nábýli myglusvepps og ræðir inntak hennar í þættinum svo margir mættu læra þar mikið af.

Heimilið er frumsýnt á Hringbraut öll þriðjudagskvöld klukkan 20:00.