Það getur farið eftir hentugleika hvers og eins, greiðslugetu og bundið við efnahagsástand hvort betra er að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán og báðum möguleikum fylgja kostir og gallar. Vert er að skoða það vel og miða við efnahagsástandið að hverju sinni. Bankarnir, meðal annars Arionbanki, býður upp á þrjár lánaleiðir fyrir íbúðarhúsnæði, verðtryggð lán, óverðtryggð lán og blönduðu lán. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er ólíkur að mörgu leyti og brýnt að ígrunda vel hvað form hentar hverjum og einum.
Verðtryggð lán
Verðtryggð lán bera lægri greiðslubyrði en óverðtryggð lán og eru með hægari eignamyndun. Verðbætur leggjast við höfuðstól og dreifast á lánstímann. Verðtryggð lán eru tengd vísitölu neysluverðs og breytast því þegar verðlag á landinu hækkar eða lækkar. Í upphafi er greiðslubyrði verðtryggðra lána almennt lægri en óverðtryggðra en í verðbólgu leggjast verðbætur við höfuðstól verðtryggðra lána sem hækkar greiðslubyrði þeirra sem er ókostur.
Verðtryggð íbúðalán geta verið með breytilegum vöxtum, föstum vöxtum í fimm ár eða föstum vöxtum út lánstímann. Breytilegir vextir hækka og lækka eftir því sem aðstæður á markaði breytast. Þannig geta breytilegir vextir hækkað og lækkað í takt við markaði og efnahagsástand að hverju sinni.
Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af þeirri lækkun.
Óverðtryggð lán
Óverðtryggð lán henta þeim sem vilja hraðari eignamyndum og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól. Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu líkt og þau verðtryggðu sem er kostur. Almennt eru lánin eru til allt að fjörtíu ára og er lánað fyrir allt að 80% af markaðsvirði eignar.
Óverðtryggð íbúðalán geta verið með breytilegum vöxtum, föstum vöxtum í þrjú ár eða föstum vöxtum í fimm ár. Breytilegir vextir hækka og lækka eftir því sem aðstæður á markaði breytast. Sem gerir það að verkum að breytilegir vextir geta hækkað og lækkað í takt við markaði og efnahagsástand. Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af þeirri lækkun.
Aðeins um blönduð lán
Greiðslubyrði verðtryggðra lána er yfirleitt lægri á fyrri hluta lánstímans öfugt við óverðtryggð lán. Blönduð íbúðalán geta verið með breytilegum eða föstum vöxtum. Verðtryggðlán geta verið með föstum vöxtum í fimm ár eða út allan lánstímann.
Vextir óverðtryggðra lána geta verið fastir í þrjú eða fimm ár. Breytilegir vextir hækka og lækka eftir því sem aðstæður á markaði breytast. Þannig geta vextir hækkað og lækkað í takt við markaði og efnahagsástand.
Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af þeirri lækkun.