Menntamálaráðherra ætlar að vera svo elskulegur að kenna okkur Íslendingum að lesa. Það er reyndar óþarfi því við erum læs.
Hann setti samt í gang mikið átak um daginn sem gengur út á þetta. Það verður varið mörg hundruð milljónum króna í að kenna okkur að lesa þó við kunnum það. Um er að ræða verkefni sem var búið til á auglýsingastofu úti í bæ og er liður í að reyna að lappa upp á laskaða ímynd Illuga.
Ekki hafa fengist svör við því hvort KOM almannatengsl fengu milljónaverkefnið en fyrirtækið er í eigu vina Illuga, þeirra Friðjóns Friðjónssonar og Magnúsar Ragnarssonar fyrrum kosningastjóra Illuga og nú markaðsstjóra Símans hf.
Þegar liggur fyrir að Guðfinna Bjarnadóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er búin að fá 12 milljónir króna fyrir \"ráðgjöf\" vegna þessa, án útboðs
Fjármálasukk Illuga Gunnarssonar hefur mjög verið til umræðu í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum vegna vafasamra tengsla ráðherrans við Orka Energy. Fram hefur komið að Illugi þurfti að selja stjórnarformanni fyrirtækisins íbúð sína við Ránargötu á 53 milljónir því einkafjármál ráðherrans voru í lamasessi.
Því hefur vaknað sú spurning hvort ráðuneyti menntamála ætti ekki frekar að gera átak í að kenna þjóðinni FJÁRMÁLALÆSI?
Tilvalið væri að byrja á Illuga Gunnarssyni.