Með hækkandi sól og sumri koma gleðigjafar sem fegra heimilið og minna á sumarstemninguna. Sumarlína Moomin í ár ber heitið Together og fer hún í sölu hér á landi þriðjudaginn 25. maí næstkomandi. Sumarævintýri Múmínálfanna á ströndinni heldur áfram, en myndefni bollans byggir á sögunni Moomin on the Riviera eftir Tove Jansson.
Strandarlífið og fallegu björtu litirnir gleðja í nýju sumarlínu Moomin./Myndir aðsendar.
Frí á frönsku rivíerunni
Múmínfjölskyldan fer í frí á frönsku rivíerunni, þar sem Snorkstelpan vinnur pening í spilavíti getur fjölskyldan látið fara vel um sig á lúxushóteli. Þegar peningurinn klárast er fjölskyldan rekin af hótelinu og neyðist til að tileinka sér bóhemískan lífstíl og finna sér næturstað undir bátnum sínum.
Sigla aftur heim í Múmíndal
Múmínpabbinn kynnist auðgum aðalsmanni sem dreymir um líf sem fátækur listamaður. Þau bjóða hinum að gista með þeim undir bátnum en hann fær fljótt leið á fyrirkomulaginu. Múmínálfarnir geta ekki búið að eilífu undir báti svo þau ákveða að sigla aftur heim í Múmíndal.
Sumarbollinn í ár.
Sagan er lýsandi á nýju sumarlínunni og hægt er að njóta þess að horfa á Múmínfjölskylduna láta sér líða vel á ströndinni í sól og sumri. Vörulínan inniheldur krús, disk og tvær skeiðar og kemur, líkt og vanalega, í takmörkuðu upplagi.