Jólaundirbúningurinn er hafinn að fullum krafti í IKEA og nýjar hátíðarlínur í bland við vinsælar skarta sínu fegursta í versluninni. Jólavörurnar eru hlýlegar og kunnuglegar en þó nokkuð óhefðbundnar eins og gjafaumbúðir úr júta og jólatré úr bambus. Eins og hefð er fyrir ber mikið á fallegri skrautlýsingu, kertastjökum og kertum sem lýsa upp vetrarmánuðina og mynda réttu stemninguna.
Nýju línurnar eru hannaðar til að einfalda allan undirbúning, hvort sem það er fyrir jólin, gamlárskvöld eða annan fögnuð. Lögð er áhersla að að njóta og hægt sé að snúa sér að þvi sem skiptir mestu máli, skapa ljúfar minningar með ástvinum, slaka á og njóta augnabliksins þar sem jólaandinn er í fyrirrúmi.
Tréð í stofunni stendur.
Óhefðbundnar leiðir fyrir gjafainnpökkun.
Fallegar kertalýsingar ylja.
Falleg skrautlýsing í glugga gleður augað.
Litirnir fanga augað.