Lögreglufræðinemar hafa útbúið leiðarvísi fyrir foreldra barna sem gæti komið að góðum notum þegar foreldrar fara yfir hlutverk og númer Neyðarlínunnar 112 með börnum sínum.
„Við hvetjum foreldra til að kíkja á þennan leiðarvísi og nota helgina til að fara yfir þessi atriði með sínum börnum. Börn geta bjargað!“ Segir á síðu Neyðarlínunnar á Facebook.
Á leiðarvísinum segir meðal annars: „Slysin gera ekki boð á undan sér. Því getur það skipt miklu máli að börn geti hringt í neyðarlínu og kallað á hjálp. Það hefur margoft sýnt sig að rétt viðbrögð barna geta skipt sköpum við ýmsar aðstæður. Á Íslandi eru mörg dæmi um það að börn hafi bjargað lífum foreldra sinna með réttum viðbrögðum. Oft á tíðum eru börnin þau einu sem stödd eru á vettvangi.“