Monkey standurinn tímalaus og stílhrein hönnun sem fangar augað

Monkey standurinn er einstaklega vönduð og frumleg hönnun þar sem notagildið og fagurfræðin fléttast saman með skemmtilegri útkomu. Hönnunin á Monkey standinum er bæði tímalaus og stílhrein. Standurinn er kjörin standur fyrir banana, vínber og fleira góðgæti og passar vel inn í eldhúsið. Monkey standurinn er hannaður af Ottó Magnússyni matreiðslumanni. Ottó er fremsti ísskurðarmaður Íslands og þekttur fyrir íslistaverk sín og framúrskarandi matargerð. Standurinn er handsmíðaður á Íslandi úr ryðfríu stáli og pólýhúðaður og mikið augnakonfekt.

M&H Monkey standurinn 1.jpg

Monkeystandurinn er fyrsta varan sem kemur á markað frá nýja hönnunar- og framreiðslufyrirtækinu Monkeybusiness sem sérhæfir sig í íslenskri framreiðslu. Það verður gaman að fylgjast með nýjungum frá fyrirtækinu og sjá íslenska hönnun blómstra.

M&H Monkey standurinn 6.jpg

Monkey standurinn ber sig vel á veisluborðinu innan um fersk ber, osta og ávexti./Myndir aðsendar.

M&H Monkey fyrirtækið.jpg

*Kynning.