Það streyma inn nýjungar hjá Bónus og nýjasti rétturinn frá Bónus er Grjónagrauturinn sem rýkur út. Það hefur aldrei verið einfaldara að útbúa ljúffengan grjónagraut og gera hann að sælkera máltíð.
„Grjónagrauturinn er kominn í verslanir og hafa viðtökurnar verið góðar, þetta er fljótlegt og þæginlegt en einnig er hægt að gera Ris a la Mande og fylgir uppskrift á pakkanum. Nú erum við að setja á stað leik fyrir jólin en við höfum falið möndlur í 4 grjónagrautspökkum og ef fólk finnur möndlu þá er í boði möndlugjöf sem er ferð fyrir 4 í Fly Over Iceland,“ segir Baldur Ólafsson markaðastjóri hjá Bónus.
Þá má með sanni segja að nú geti aðdáendur Ris a la Mande tekið gleði sína og töfrað fram gómsætan Ris a la Mande á örskammri stund og jafnvel heppnin verið með þeim.
Framundan eru fleiri nýjungar hjá Bónus og ætlunin er að létta fólki lífið, spara því tíma og um leið huga að hagkvæmum innkaupum fyrir jólin og hlúa að umhverfinu með umhverfisvænni umbúðum. Við munum fylgjast vel með og ljóstra upp nýjum réttum sem eru á leið í verslanir innan tíðar.