Moment kertastjakarnir einstaklega falleg og jarðbundin hönnun

Falleg hönnun fegrar heimilin og er gulls ígildi. Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur vakið verðskuldaðan athygli undanfarin ár fyrir hönnun sína sem er innblásin af hennar persónulegu upplifun og ástríðu fyrst og fremst. Nú hefur nýjasta hönnun hennar litið dagsins ljós, Moment kertastjakinn og gleður svo sannarlega augað. Minningarnar, ástríðan og natnin er að baki þessara hönnun eins og Anna Þórunn lýsir svo vel sjálf.

„Í Moment kertstjakanum held ég áfram með kúluformið frá Bliss vasanum. Þar leitaðist ég við að gera lágan og jarðbundin kertastjaka með mikla efniskennd. Moment stjakinn minnir okkur á að augnablikið er allt sem við höfum,“ segir Anna Þórunn og geislar af innlifun.

Moment stjakinn er framleiddur af gömulgrónu keramik fjölskyldufyrirtæki í Portúgal þar sem ást og natni eru sett í hvern hlut. Efniviðurinn í Moment kertastjökunum er jarðleir. Hægt er að fá þá í þremur litum, hvít flekkóttum, svart flekkóttum og beige flekkóttum. Stærðin á þeim eru mjög praktísk eða 14 cm x 14 cm x 8,5.

M&H Moment_3_with_art. Hönnunjpg

Form kertastjakan er mjög fallegt og mikið augnakonfekt að bera þá augum./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Moment_beige_brown_wall.jpg

M&H Moment_many_together_vef.jpg

Mikil fegurð í formunum og mjög gaman að blanda nokkrum saman í mismunandi litum.

M&H Moment_black2_vef.jpg

M&H Moment_beige1_vef.jpg

Moment_beige_with_candle_vef.jpg

M&H Moment_white1_vef.jpg