Moggamenn með hugann við skuldir

Í þeirri örvæntingarfullu og að því er virðist vonlausu baráttu sem Morgunblaðið heldur úti vegna borgarstjórnarkosninganna verður blaðinu tíðrætt um skuldir borgarinnar. Reynt er að gera lítið úr afar sterkri fjárhagsstöðu Reykjavíkur með því að tala ekki um eignir borgarsjóðs helur einungis skuldir. Þannig má nefna að virði Orkuveitur Reykjavíkur er mun meira en allar skuldir borgarinnar og borgarfyrirtækja nema samtals. Á þetta minnist blaðið alls ekki.

 

Þegar ritstjóri Moggans hvarf úr embætti borgarstjóra árið 1991 eftir 9 ára valdatíð, þá var Reykjavíkurborg skuldum vafin, ekki síst vegna óarðbærra montframkvæmda. Borgin skuldaði gríðarlegar fjárhæðir á yfirdráttarreikningum í Landsbankanum enda var fjármálstjórnin hjá borginni á þeim tíma ekkert til að hrópa húrra fyrir. Um þetta hefur sem minnst mátt tala.

 

Í blaðinu í dag birtist grein eftir Óla Björn Kárason sem einkennist af útútsnúningum varðandi fjárhag borgarinnar og hvers megi vænta á komandi kjörtímabili undir stjórn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Óli Björn telur sig þess umkominn að gagnrýna fjármálastjórn núverandi meirihluta. Ef einhver maður í stjórnmálum á Íslandi um þessar mundir ætti að hafa vit á að þegja þegar rætt er um fjármál og skuldir – þá er það nákvæmlega Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis skuldaði Óli Björn 478 milljónir króna sem Kaupþing tapaði á honum árið 2005. Á núverani verðlagi er það meira en einn  milljarður króna. Kaupþing tapaði allri þessari fjárhæð á Óla Birni, samkvæmt því sem fram kemur í rannsóknarskýrslunni. 

 

Ekki þarf að undir þó skuldir séu þingmanninum ofarlega í huga! Óli Björn ætti samt að hafa vit á að hafa hljótt um sig þegar rætt er um fjármálaumsvif og skuldasöfnun.

 

Þegar kemur að fjármálastjórn borgarinnar til framtíðar, hljóta kjósendur að meta hvort heppilegt sé fyrir þá að treysta Eyþóri Arnalds fyrir fjárreiðum borgarinnar eftir að hann skildi við Becromal-verksmiðjuna fyrir norðan með neikvæða eiginfjárstöðu upp á hvorki meira né minna en 4.5 milljarða króna. Ekki þurfa borgarbúar fjármálastjórn af því tagi.

 

Rtá.