Mjólk - uppskriftir

Kasjúhnetumjólk með hindberjum og kanil

  1. 2 ½ dl kasjúhnetur
  2. 75 dl vatn
  3. Handfylli hindber
  4. ½ tsk kanill

Setjið kasjúhnetur í blandara.

Hellið vatni yfir og blandið vel saman í blandara.

Bætið hindberjum og kanil út í og blandið vel.

Ef þú vilt fá þynnri mjólk má bæta við vatnsmagnið eða hella mjólkinni í gegnum síu.

 

Möndlumjólk

  1. 2 ½ dl möndlur
  2. 1 l heitt vatn
  3. 2-3 döðlur eða örlítið hunang til að fá sætt bragð ef vill

Sejið möndlurnar í blandara.

Hellið heitu vatninu yfir og látið standa í um 20 mínutur til að mýkja möndlurnar.

Bætið döðlum (eða hunangi) út í og blandið öllu vel saman.

Hellið mjólkinni í gegnum sigti og síið hratið frá.

 

Kókosmjólk með jarðaberjum

  1. 2 ½ dl kókosmjöl
  2. 1 l vatn
  3. 150 g fersk jarðaber

Setjið kókosmjöl í blandara.

Hellið vatni yfir, bætið jarðarberjum út í og blandið vel.

Ef þú vilt fá þynnri mjólk má bæta við vatnsmagnið eða hella mjólkinni í gegnum síu.

 

Hafra-kakómjólk

  1. 2 ½ dl hafrar
  2. 1 l vatn
  3. 2 msk kókossykur
  4. 1-2 msk hreint kakó

Setjið hafra í blandara.

Hellið vatni yfir, bætið kókossykri og kakódufti út í og blandið vel.

Ef þú vilt fá þynnri mjólk má bæta við vatnsmagnið eða hella mjólkinni í gegnum síu.

 

Möndlumjólk í einum grænum

  1. 2 kúfaðar msk  möndlusmjör
  2. ½ l vatn
  3. örlítið sjávarsalt
  4. ½ tsk vanilla
  5. hunang eða  hlynsíróp til að  sæta, ef vill

Setjið allt í blandara  og maukið.

 

Þættina má sjá hér