Minkurinn býður upp á upplifun sem á sér enga líka

Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Guðberg Guðbergsson fasteignasala hjá fasteignasölunni Bæ, Kolbeinn Björnsson og Ólaf Gunnar Sverrisson í Íshúsið í Hafnarfirði, Söndru Dís Sigurðardóttur innanhússarkitekt og lýsingahönnuð og Stefán Gestsson framkvæmdastjóra Vörubílastöðvarinnar Þróttar.

Glæsilegar íbúðir í umhverfisvænu hverfi í Lindunum

\"\"

Guðbergur Guðbergsson, löggiltur fasteignasali

Í fallegu og nýju umhverfisvænu hverfi, Glaðheimum, sem tengjast Lindahverfinu í Kópavogi eru nýkomnar á sölu einstakar eignir við Álalind. Sjöfn hitti Guðberg Guðbergsson fasteignasala á fasteignasölunni Bæ í Álalindinni og fékk að skoða splunkunýjar íbúðir sem þar eru í boði.  Öll grunnþjónusta er til staðar og staðsetningin er frábær. Lögð er sér­stök áhersla á að út­lit þessa hverfis sé sam­rýmt. Allt efn­is­val, til dæm­is hell­ur á gang­stétt­um og inn­keyrsl­um, er sam­rýmt, bæði hvað varðar bæj­ar­landið og lóðir fjöl­býl­is­hús­anna. Hverfið mun vera um­hverf­i­s­vænt með til­liti til lýs­ing­ar og sorp­mála og að tengj­um fyr­ir raf­bíla verði komið fyr­ir í ein­hverj­um mæli. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Minkurinn býður upp á upplifun sem á sér enga líka

\"\"

Kolbeinn Björnsson, framkvæmdastjóri og Ólafur Gunnar Sverrisson hönnuður

Sjöfn heimsækir Kolbein Björnsson og Ólaf Gunnar Sverrisson eigendur og hönnuði Mink Campers í Íshúsið í Hafnarfirði. Sjöfn ræðir við þá um tilurð og hönnun Minksins sem hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína og þægindi. Minkurinn býður upp á ferðalög og nýja upplifun út í náttúrunni, á afskekktum stöðum þar sem þægindin eru í fyrirúmi sem á sér enga líka. Það má segja að hann sé einhvers konar lúxus híbýli og tengir okkur við náttúruna á nýjan og spennandi hátt. Hann er ekki tjald og heldur ekki hjólhýsi og býður upp á lúxusgistingu með öllum helstu þægindum án þess að taka mikið pláss og fyrirhafnarlaust. Minkurinn kemur sannarlega á óvart og er spennandi kostur sem aðsetur úti í náttúrunni.

Rómantísk stemningslýsing á baðherbergjum móðins í dag

\"\"

Sandra Dís Sigurðardóttir, innanhússarkitekt og lýsingahönnuður

Sandra Dís Sigurðardóttir innanhússarkitekt og lýsingahönnuður opnaði nýverði vinnustofu í Firðinum í Hafnarfirði. Sjöfn heimsækir Söndru Dís og ræðir við hana um hönnun og lýsingu baðherbergisrýma með tilliti til notagildis, fagurfræðinnar og óskum viðskiptavinarins. Sandra Dís leggur mikla áherslu á að hlusta á óskir viðskiptarvinarins í öllum þeim verkum sem hún tekur að sér. Lýsingi skiptir miklu máli í allri hönnun og Sandra Dís leggur mikið upp úr að finna réttu lýsinguna fyrir öll rými. Til að mynda leggur hún áherslu á að hafa val um rómantíska stemningslýsingu á baðherbergjum. Sandra Dís hefur einnig séð um hönnun og lýsingu á hótelum og nýtur meðal annars innblásturinn úr náttúrunni við hönnunina.

Þjónusta í tæplega 90 ár

\"\"

Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri

Sjöfn heimsækir jafnframt Stefán Gestsson framkvæmdastjóra Vörubílastöðvar Þrótts. Starfsemi Þrótts hefur hefur vaxið og þróast í áranna rás og spjallar Sjöfn við Stefán um þær breytingar sem hafa orðið á starfseminni og þjónustu sem í boði er í dag. Vörubílastöðin Þróttur var stofnuð 9. apríl 1931 og mun því fagna 90 ára afmæli eftir tæpilega tvö ár sem er svo sannarlega hár aldur fyrir fyrirtæki á Íslandi og til fyrirmyndar. Fyrirtækið hefur þrótt til allra verka og býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf fyrir alla aðila og er svo miklu meira en vörubílastöð.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.