Mikil þörf á hjálp - 745 sjálfsvígssamtöl það sem af er ári : „ég á ekki orð til að útskýra þetta“

Hjálparsíma Rauða krossins hefur borist 745 sjálfsvígssamtöl það sem af er ári en til samanburðar bárust 552 símtöl allt síðasta ár.

Morgunblaðið fjallar um málið í dag og segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta- samtakanna greinilega þörf á hjálp.

„Það er mjög mikið leitað til okkar og greinilega mikil þörf. Ég á ekki orð til að útskýra þetta,“ sagði Kristín. Þá greinir hún enn fremur frá því að flestir þeirra sem leita aðstoðar hjá samtökunum sé fólk sem tekur fullan þátt í daglegu lífi og sé í vinnu eða námi.

Í september á síðasta ári voru veitt 59 viðtöl en síðastliðinn september voru þau 230. Píeta- samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálvsvígum hafði 56 skjólstæðinga í meðferð í byrun sumars en í dag eru þeir orðnir 104. Skjólstæðingarnir eru á öllum aldri og af báðum kynjumen en að sögn Brynhildar Bolla dóttur, upplýsingafulltrúa RKÍ hefur símtölum frá ungu fólki sem glímir við kvíða og almennt hjálpleysi fjölgað.