Mikil breyting er að verða á húsnæðismarkaði og gríðarlegur fjöldi íbúða í smíðum. Það vekur athygli að mikil eftirspurn er nú eftir minni íbúðum, bæði meðal yngra fólks og ekki síður eldra fólks, sem nú vill greinilega frekar kaupa minni og ódýrari eignir, en eiga einhverja peninga til skiptanna til þess að ferðast og lifa lífinu á eftirlaunaaldri.
Helgi Pétursson ræðir þessa þróun við nokkra lykilaðila, Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, Theódóru Þorsteinsdóttur, formann bæjarráðs Kópavogs, Guðrúnu Ingvarsdóttur, verkefnisstjóra þróunarmála hjá Búseta og fleiri í þætti kvöldsins.
Okkar fólk með Helga Péturssyni, kl. 20:00 í kvöld og endursýnt.