Mest seldar í 20 ár

Tuttugasta árið í röð er Canon í fyrsta sæti í heiminum í markaðshlutdeild stafrænna myndavéla með útskiptanlegum linsum. Canon þróar helstu íhluti í EOS myndavélalínu fyrirtækisins, þ.e. CMOS myndflögur, myndörgjörva og linsur.

„Canon leggur ríka áherslu á að styðja við mismunandi þarfir viðskiptavina sinna með því að bjóða fjölbreytt úrval af myndavélum, allt frá afkastamiklum myndavélum sem fagfólk treystir á yfir í ódýrari myndavélar sem skila engu að síður miklum myndgæðum og eru auðveldar í notkun, auk þess að bjóða upp á magnað úrval af RF og EF linsum sem hjálpa notendum að segja sögur með alls konar sjónarhornum,“ segir Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Origo sem er umboðsaðili Canon.

„Origo hefur ávallt lagt ríka áherslu á að styðja við samfélag ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk á öllum stigum í góðu samstarfi við Canon og munum við að sjálfsögðu halda því áfram og vonandi gera enn betur. Framtíðin með EOS R er afar spennandi og það er okkar markmið að sem flestir segi alls konar sögur með Canon,“ segir Halldór.