AGUSTAV er einstaklega falleg og vönduð húsgagnalína sem umhverfisvæn og hönnuðirnir nýta allt. HönnunarMars markar upphaf afhjúpunar nýrra vara hjá AGUSTAV. Nú eru fágaðar beinar línur úr gegnheilum við aðalatriði með einstaklega eftirtektarverðum samsetningum. Messing og gler verða kynnt til leiks í nýju vörunum og mynda, ásamt viðnum, sérlega fallega heild. Ágústa Magnúsdóttir og Gustav Jóhannsson eru hönnuðir þessa glæsilegu húsgagnalínu sem er til sýnis í verslun þeirra við Skólavörðustíg 22 í hjarta miðborgarinnar yfir HönnunarMars dagana 21.-23.maí.