Meirihlutinn heldur í borginni samkvæmt nýrri könnun

Ef marka má nýja skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag, þá heldur núverandi meirihluti í borginni með hjálp frá Viðreisn í stað Bjartrar framtíðar. Miklar breytingar yrðu þó milli flokka.

 

Þó þarf að hafa mikinn fyrirvara á varðandi þessa könnun sakir þess hve fáir taka afstöðu. Einungis 364 svöruðu. Það náðist í 791. Aðeins 46% þeirra svöruðu. En 54% ýmisst ætla ekki að kjósa, neituðu að svara eða hafa ekki gert upp hug sinn.  Könnun þessi er því vísbending í besta falli.

 

Ef niðurstaða borgarstjórnarkosninganna yrði þessi, þá skiptust borgarfulltrúar miðað við 15 svona:

Sjálfstæðisflokkur fengi 6, Samfylking 2, Píratar 2, VG 3, Viðreisn 1 og Flokkur fólksins 1. Framsókn og BF kæmu ekki að mönnum. Hvor þessara flokka tapaði tveimur fulltrúum.

 

Þessi niðurstaða myndi væntanleg halda Sjálfstæðisflokknum áfram frá völdum í Reykjavík eins og verið hefur.

 

Líklegasta meirihlutamynstrið yrði Samfylking, VG, Píratar og Flokkur fólksins. Alls 8 af 15 borgarfulltrúum. Nema að Degi hugnaðist betur að taka Viðreisn inn í staðinn fyrir Flokk fólksins. Það er ekkert ólíklegt.

 

Miðað við þennan meirihluta væri sennilegt að Dagur yrði borgarstjóri áfram og leiðtogi VG yrði formaður borgarráðs sem er mikil valdastaða í borgarkerfinu.

 

 

Rtá